Á mynd er Augusta Marie Figved
„Nú hef loksins látið gamlan draum rætast með að viðhalda ættarnafni pabba fjölskyldu.“

Aðsent bréf frá Ágústu Maríu Arnardóttur Figvet.

Nú hef loksins látið gamlan draum rætast með að viðhalda ættarnafni pabba fjölskyldu. Ef ykkur langar að lesa aðeins um Figved fjölskylduna þá bara gjörið svo vel:

Langaafi og langaamma hétu Marie Andrea (fædd Andersen) og Andreas Olaus Figved. Þau fluttust til Íslands árið 1904 með dætur sínar Else og Lenu sem þá voru þriggja og eins árs gamlar. Jens fæddist 1907 og síðust kom amma Mússí (Augusta Marie Figved) 1912.

Á síðasta fjórðungi 19. aldar og fram yfir aldamótin settust margir Norðmenn að á Austfjörðum (t.d. Wathne, Imsland, Stangeland. Clausen, Johanseno.fl.). Vesturferðir frá Norðurlöndunum voru í algleymingi á þessum tíma og sumir létu sér lynda að nema land á Íslandi, einkum á Austfjörðum.

Langafi var meðal landnemanna sem margir hverjir eru taldir hafa stuðlað að blómlegu atvinnulífi á Eskifirði. Andreas gerði út smábáta og setti á  stofn verslun. Í fyrstu fékk hann Norðmenn til liðs við sig og sótti aðföng til Noregs. Hann flutti t.d. inn nokkur einingahús.
Foreldrar langömmu Marie hétu Jensine og Edvard Andersen. Hann var lögreglustjóri í Stavanger og mun hafa verið í vinfengi við Alexander Kielland (sem er þekktur rithöfundur hér í Noregi). Það fer engum frekari sögum af því en þeir hafa eflaust verið skoðanabræður í pólitíkinni! Edvard skrifaði reglulega blaðgreinar í „lokalavisen“ og það er ein smásaga sem liggur eftir hann. 

Ég veit litið um föðurfólk ömmu Mússíar.
Jens var eini bróðir ömmu, hann dó ungur en eignaðist eina dóttur sem er sú eina á Íslandi sem ber ættar nafnið Figved.

Okkur fjölskyldunni fannst voðalega sorglegt að nafnið myndi deyja út og því tími til komin til að vekja það upp á ný! 

Það passar líka vel þar sem við erum búsett í Noregi.

Amma er skráð Augusta Marie Figved í kirkjubókum en hún valdi að breyta því þegar hún varð eldri til að nafnið félli betur inn á Íslandi nú geri ég það sama hér í Noregi, hér finnst fólki pínu skrítið að heita Agusta med A.

Agusta Maria Arnardottir Figved

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.