Næstkomandi föstudag verður ljósmyndasýningin “Hvem” opnuð við Norsk ljósmyndaiðnskólanum í
Þrándheimi.

Á ári hverju hefur verið hefð hjá útskriftarnemendum við skólann að sýna túlkun sína á mannslíkamanum. Á sýningunni koma 27 ljósmyndarar fram með sínar myndir. Allir nemendurnir hafa túlkað myndefnið á sinn hátt og því verður fróðlegt að sjá mismunandi útfærslur af þema verkefnisins.

Í gegnum árin hafa nokkrir íslendingar gengið í skólann, má þar nefna Hildi Ágústsdóttir, Elfi Helgadóttur, Birtu Þöll Sveinbjörnsdóttur og fleiri. Það er gaman að sjá hvernig tengingin við Ísland kemur fram í sumum myndum hjá Íslendingunum.

Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir

Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir verður með nokkrar myndir á sýningunni nú og er meðal annars ein af myndunum tekin á Íslandi undir leynifossinum Gljúfrabúa.

Sýningin opnar næstkomandi 19. febrúar klukkan 19:00 og eru allir velkomnir.

Barinn D76 verður opinn til lokunnar og heldur DJ Reggie got beats stemmingunni lifandi.

Allar myndirnar á sýningunni verða til sölu og aldrei að vita nema einhver myndanna slái í gegn og endi á veggnum heima. Bæði ljósmyndir og bækur verða til sölu alla helgina.

Opnunartími á sýningunni, Hvem:

  • Föstudag 19. janúar 19:00 – 00:00 – Opnunarkvöld
  • Laugarda 20. janúar: 12:00 – 16:00
  • Sunnudag 21. janúar 12:00 – 16:00

Næsta stoppistöð við skólann heitir Ila.
Norsk Fotofagskolen, Nedre Ila 39, Trondheim.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.