Ómissandi meðlæti með jólamatnum og áramótasteikinni. 

Ég hef gert rauðlaukssultu fyrir jól í nokkur ár, sultan er bæði krydduð og sæt, finnst ómissandi að eiga hana í ísskápnum.

Mjög góð með hamborgarahrygg og kalkúna. Uppskiftin hefur aðeins breyst með árunum, þessa uppskrift gerði ég fyrir þessi jól og hún er það besta sem ég hef gert fram að þessu. 

Eins er gaman að skreyta krukku og gefa í jólagjafir.

Rauðlaukssulta

 • 4 stórir rauðlaukar (saxaðir niður í smá bita)
 • 2-3 epli (takið utan af þeim og takið kjarna út, saxað niður í smá bita)
 • Safi úr 2-3 mandarínum
 • Safi úr eini sítrónu
 • 1 matskeið ferskur engifer (pressaður í hvítlaukspressu)
 • 1 lauf hvítlaukur (pressaður)
 • 1/2 bolli hlyn síróp
 • 2 bollar sykur ( má vera 1 bolli )
 • 1 teskeið salt
 • 1 teskeið pipar
 • 3-4 matskeiðar rauðvíns eða hindberja edik
 • 2 matskeiðar Grand Marnier líkjör (má sleppa)
 • 1 tesk sítrónusýra (sjá mynd ) má sleppa enn þá þarf sulta að geymast í ísskáp.
 • 5-6 matarlímsblöð (bleita upp í vatni áður enn það er sett út í heita sultu) eða sultuhleypir.

Aðferð

 • Allt sett saman í pott og soðið í ca 30-40 mín nema matarlín og
  Sýtrónusýra sem er sett í eftir 30 mín suðu. Eftir suðutíma er sulta maukuð með töfrasprota.
 • Sett í krukkur sem er búið að sjóða eða þvo mjög vel, lok sett strax á meðan sultan er heit.

Gott með kalkún, hamborgarahrygg og ostum.

Geymist í allt að eitt ár ef sítrónusýra er í uppskrift annars 3 – 4 mánuði í ískáp.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.