Látum dæluna ganga

Nýja Ísland ætlar að fylgja fordæmi Stefáns Pálssonar sagnfræðings á Íslandi og standa fyrir smásamskotum hér í Noregi vegna kaupa á vatnsdælum. UNICEF á Íslandi hefur kallað þetta verkefni Gefðu sanna gjöf. Stefán hefur nú þegar safnað fyrir meðal vina sinna og pantað 13 vatnsdælur fyrir UNICEF.

Vatnsdæla

Í gjafaverslun UNICEF í Noregi má finna samskonar vatnsdælu og kostar hver pumpa 3.503 NOK.

https://www3.verdensgaver.no/privat/index.cfm?p=S0009193-10

 

Sammen har vi sørget for vann til en hel landsby. Det er min gave til deg.

En brønn med en vannpumpe kan forsyne en hel landsby eller en flyktingeleir med rent vann. Men den fyller også en annen viktig funksjon. Ofte er det jentenes jobb å hente vann, noe som kan bety at de ikke har tid til å gå på skolen. Er vannpumpen på skolen øker sjansen for at jentene får gå på skolen.

 

Sjá má umfjölllun Vísis um söfnunina á Íslandi her

Íslendingar kaupa vatnsdælur í stórum stíl

 

Smásamskot – frjáls framlög frá 50 norskum krónur koma okkur langt

Við leitum því eftir frjálsum framlögum frá þeim sem hafa tök á að gefa. Allar upphæðir skipta máli því margt smátt gerir eitt stórt. Byrjum á að kaupa eina vatnsdælu fyrir UNICEF.

Þeim sem af nokkrum krónum geta séð er bent á að hafa samband við Sigurð Rúnarsson ritstjóra Nýja Íslands á FB eða í tölvupósti á ritstjorn@nyjaisland.no til að fá reikningsnúmer í Noregi eða Vipps uppgefið.

Sigurður mun safna saman fénu á sérstakan reikning og kaupa dælu þegar safnast hefur upp í 3.503 NOK.

 

 

Staðan á söfnun

  • 12.12.17 18:10

 

Jóhann Örn Arnarson hefur verið skipaður skoðunarmaður reikninga söfnunarinnar.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.