
Fyrsti fjöldaframleiddi rafmagnsstrætisvagninn, sem almenningssamgöngufyrirtæki Óslóar og Akersus (Ruter) er að taka í notkun, tók við sínum fyrstu farþegum í dag.
Um tilraunaverkefni er að ræða þar sem um sex vagnar frá þremur mismunandi framleiðendum eru teknir til prufukeyrslu.
Hér að neðan má sjá fyrsta rafmagnsvagninn, sem tekinn er í notkun í þessu tilraunaverkefni, á leið sinni og stoppa fyrir farþegum við aðallestarstöðina í Ósló – OsloS.
(Eigandi myndbands og skjámyndar í toppi er Torbjørn Barslett)