Íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu hér í Noregi fram að jólum. Hrafnhildur Brynjarsdóttir hefur síðustu ár hannað, framleitt og selt sína eigin fatavörur hér í Noregi og víðar.

 


Hrafnhildur Brynjarsdóttir

Hún hefur mest verið með söluborð á mörkuðum víða um stórhöfuðborgarsvæði Óslóar. Í samtali við Nýja Ísland segir Hrafnhildur að hún njóti þess að selja vöru sína á mörkuðum en þar að auki hafi hún líka haldið heimakynningar.

Um þá reynslu segir hún: „Ég hef keyrt til fólks og haldið jakkapartý heima hjá þeim. Þar hafa margir Íslendingar tekið á móti mér út um allt og þeir hafa svo boðið vinum og samstarfsfólki á kynninguna.“Að sögn Hrafnhildar skapast oft skemmtilegur og léttur andi meðal gesta meðan flíkurnar eru mátaðar.

En hún framleiðir og selur ekki bara jakka því hjá henni má einnig finna hálsklúta (buff) og höfuðhandklæði sem hún kallar handklæðaturban. Hrafnhildur hefur einnig notað afgangs álnavöru og annað efni sem fellur til við framleiðsluna og og saumar fyrirburaföt og gefur á sjúkrahús ásamt því að hún hefur sent slikar flíkur heim til einstaklinga sem eignast hafa fyrirbura.

Þeim sem kynnu að hafa áhuga á að fá að halda heimakynningu er bent að hafa samband við Hrafnhildi á Facebook hér.

Vörurnar


Hér má sjá myndir frá Facebook síðu Hrafnhildar af mörgum þeim jökkum sem hún framleiðir og selur.

 

Sölubás Hrafnhildar í Jessheim í nóvember 2017

 

Hér má sjá myndir frá Facebook síðu Hrafnhildar af mörgum þeim jökkum sem hún framleiðir og selur.


Facebook síðar Hrafnhildar


 

 Tengdar greinar

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.