Úti á Fornebu þar sem gamli flugturninn er hafa margir Listamenn komið sér fyrir. Sigurveig Eystinsdóttir fór á sýningu hjá íslenskum listamanni Hildi Björnsdóttur sem sýnir ásamt Tobbe Malm í VolArt galleri sem er á þessu svæði en Hildur er líka með vinnustofu þar ekki langt frá.


Sýning Hildar er að mörgu leiti mjög áhugaverð, þessi sýning sem hún kallar Fley og saman stendur af ljósmyndum og ýmsum öðrum verkum s.s. höggmyndum, myndböndum og innsetningum. Sýningu lauk 3. desember en enn er hægt er að sjá verk hennar fyrsta sunnudag í hverjum mánuði því þá er hún með opna vinnustofu.
 
Þó Hildur hafi búið í Noregi síðan 1987 þá kallar náttúra Íslands á hana og hún fer reglulega til Íslands til að ná sér í innblástur fyrir verk sín. Síðustu verk hennar eru m.a. ljósmyndir teknar á Akranesi.
Hildur hefur ljósmyndað í smáatriðum gamlan bát í fjörunni á Akranesi sem hefur lokið sínu hlutverki nema þá helst því að listamaðurinn geti haft not af honum. Ljósmyndirnar eru svo prentaðar á álplötur eftir að hún hefur unnið þær í tölvu.
Þarna blandast saman náttúran og það gamla. Minnir á draumkenndar minningar horfina tíma þar sem litir, skuggar og ljós blandast skemmtilega saman við náttúru og gamla tímann , ég var sérstaklega hrifin af þessum bátsmyndum sem Hildur hefur tekist að gera lifandi, mosaik formið sem hún notar kemur vel út í þessum verkum.
 
Vinnustofa Hildar er til húsa að Forneburingen 35 1360 það er hægt að heimsækja hana á vinnustofu og skoða hjá henni verkin hennar fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Þá eru listamenn með opnar vinnustofur á svæðinu.
 
Næsta sunnudag, þann 10. desember, eru handverkslistamenn með jólamarkað og opið hús á vinnustofum hjá sér á Fornebu. Þeir kalla það Kunstnernes Julemarked og þar verður Hildur líka með opna sína vinnustofu.

 

Við hjá Nýja Íslandi mælum eindregið með heimsókn út í Fornebu næsta sunnudag í þetta skemmtilega listamanna samfélag næsta sunnudag enda má þar finna margt fleira áhugavert á svæðinu s.s. Café Odonata, Galleri DC-9, Galleri VolArt, Bærum Kunsthall. 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.