Hlýjar móttökur

Við þökkum frábærar viðtökur á nýjum fréttamiðli okkar Nýja Íslandi – Fréttir frá n̶ý̶j̶a̶ gamla landinu.

Við stigum á stokk þann 24. október síðastliðinn með nýja rödd hér í Noregi: Fyrsta óháða íslenskumælandi fréttamiðilinn. Þetta hefur verið sem sem ævintýri líkast.

Nýja Ísland er með á sjötta hundrað áskrifendur og á þriðja þúsund flettingar á vefsíðu.

Það er þvi ljóst að þörf hefur verið á miðli sem þessum fyrir íslenskumælandi í Noregi.

Aðventuleikur Nýja Íslands

Um leið og við þökkum frábærar viðtökur á nýjum fréttamiðli okkar Nýja Íslandi, með hátt í sjötta hundrað áskrifendur og á þriðja þúsund flettingar viljum við gefa þremur áskrifendum okkar fallega gjöf.

Við munum á næstu dögum fram að jólum krýna lukkunarpamfíla úr hópi áskrifenda og fylgjenda á Facebook síðu okkar.

Fylgist með þann 7., 14. og 19. desember þegar dregið verður í dilka.

Hinir heppnu áskrifendur fá fallegan jólaeldstokk frá Hekla Íslandi hönnunarhúsinu. Stokkarnir verða afhentir ásamt auka glaðningi á OsloS eða með pósti fyrir jól.

 


 

 

 


Með kveðju, Sigurður Rúnarsson, ritstjóri Nýja Íslands – Fréttir frá n̶ý̶j̶a̶ gamla landinu

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.