Ró er yfirskrift íhugunartónleika sem haldnir verða miðvikudaginn 6. desember kl 12:15 í kapellu Majorstuen kirkju í Ósló

 

Á bakvið tónleikana standa tveir íslenskir tónlistarmenn. Það er annars vegar tónskáldið og stjórnandi Gísli Jóhann Grétarsson, sem er meðal annars stjórnandi Ískórsins í Ósló, og hinsvegar er það sellóleikarinn Catherine Maria, sem leikur kyrrláta og hljómþýða tónlist á tónleikunum. Á dagskránni verða hlutar úr sellósvítu nr. 3 eftir J.S.Bach, ásamt tveimur nýjum verkum sömdum af Gísla Jóhanni Grétarssyni fyrir tilefnið. Tónleikarnir eru styrkir af norska tónskáldafélaginu og eru hluti af 400 tónleikum á þessu ári sem haldnir eru í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.


Gísli Jóhann Grétarsson

Gísli er menntaður í tónsmíðum og stjórnun frá Piteå í Svíþjóð, en hefur búið og starfað í Noregi síðan 2012 og stjórnað fjölda kóra, þar á meðal Ískórnum í Ósló nú í fimm og hálft ár.

Catherine Maria býr og starfar sjálfstætt sem sellóleikari í Reykjavík og kemur sérstaklega til Noregs fyrir þessa tónleika. Catherine Maria Stankiewicz

Catherine Maria stundaði sellónám við Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands og í kjölfarið lærði hún bæði við Hochschule der Kuenste í Bern hjá Prof. Conradin Brotbek og hjá Yoshi Navasaki í Kaliforníuríki Bandaríkjanna. Ennfremur lauk hún meistaranámi í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi (NAIP) frá Listaháskóla Íslands vorið 2014. Hún er einnig dóttir Unnar Maríu Ingólfsdóttur fiðluleikara.

 

Það er því ljóst að um mjög fært fólk er að ræða.


En afhverju Ró?

Eins og áður sagði er yfirskrift tónleikana ró. En afhverju ró?

“Það er mikil þörf á að stoppa við og slaka á í óróleika hversdagsleikans. Okkur langaði að gera eitthvað sem gæfi fólki tækifæri til þess að hlaða sig fyrir aðventuna, sem getur oft verið mjög annasamur tími. Þannig að þeir sem hafa möguleika á því að koma í hádegis hléinu sínu geta komið og notið þessarar kyrrðarstundar”, segir Catherine Maria.


Frumfluttningur á tveimur nýjum verkum

Á dagskránni stendur að frumflutt verða tvö ný verk eftir Gísla. “Verkið heitir Ro í höfuðið á tónleikunum, er í tveimur hlutum, og er samið sérstaklega fyrir þessa tónleika. Fyrsti hlutinn heitir lækur og seinni vatn. Bæði eru hugsuð sem íhugunarverk, sem þýðir að þau eru hugsuð til að áheyrandi geti hlustað á verkið og slakað á. Það er ekki oft sem maður fær tækifæri til að semja verk fyrir einleiks strengjahljóðfæri og heyra það flutt af svona afburðar flytjanda eins og Catherine Maria er,“ segir Gísli.

En hvernig er Gísla innanbrjósts fyrir tónleikana?

„Mér finnst náttúrulega bara frábært að Catherine sé til í að koma og spila hérna, og eins mjög gaman að norska tónskáldafélagið (NKF) sé til í að styrkja okkur svo að tónleikarnir verði að veruleika.

Ég vona náttúrlega að sem flestir komi og hlusti, sem er ástæðan fyrir því að tónleikarnir eru ókeypis“

Hvað annað er á döfinni?

“Síðastliðna helgi var það Þyrnirós með sinfóníuhljómsveit Norðurlands á Akureyri, og svo eru það tvennir tónleikar í Norrænahúsinu í desember með mismunandi dagskrá og hópum,” segir Catherine Maria.

„Síðustu helgi voru tvennir tónleikar hjá mér. Laugardaginn 2. desember voru það Svelvik Mannskor og Choriaaros sem sungu í Nesbygda kirkju, og á sunnudaginn 3. var Aðventuhátíðin hjá íslenska söfnuðinum, en þá sungu Ískórinn og söngflokkurinn Laffí,” segir Gísli. 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.