Kristín Magdalena Ágústsdóttir er íslensk söngkona sem hefur verið búsett í Noregi i tvö ár. Þrátt fyrir að Kristín Magdalena hafi sönginn sem hlutastarf, er nóg að gera hjá henni.

Síðastliðinn vetur söng hún t.d. fyrir íslensku forsetahjónin við opinbera heimsókn þeirra til Noregs. Í kjölfarið fór boltinn að rúlla og nú er svo komið að desember verður mjög annasamur.

Um helgina syngur hún með tveimur kórum i Vestfossen og er Gróa Hreinsdóttir kórstjóri hjá öðrum kórnum sem verða haldnir i Vestfossen kirkju sunnudaginn 3. desember klukkan 18. Mun Kristín Magdalena syngja ásamt öllum kórnum Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns. Auk þess að syngja með kórnum mun hún syngja einsöng, pólskt jólalag sem heitir Lyssna min käre (sænskur texti).

Sólóverk Kristínar Magdalenau verður Máríuvers eftir Pál Ísólfsson sem er einskonar ákall til Ave Maríu.

Sunnudaginn 10. desember verður Kristín Magdalena stödd í Stavanger við árlega aðventumessu.

Sr.  Lilja Kristín Þorsteinsdóttir þjónar fyrir altari og mun Kristín vera henni innan handar með messusvör, leiða fjöldasöng og að auki syngja þrjú einsöngslög; Ó, helga nótt, Dansaðu vindur og Ave María eftir Sigvalda Kaldaóns.

Þann 17. desember verdur Kristín med sr. Lilju Kristínu í Kristjansand, þar sem hún flytur lögin Ó, helga nótt, Snjókallinn og Máríuvers.

Í litlu kapellunni í Drammen verða haldnir jólatónleikar med Kristínu og Gospelsystrum þann 20. desember. Gróa Hreinsdóttir er organisti og að auki stofanandi Gospelsystra. Tónleikunum er ætlað að vekja upp minningar um æskunnar jól og flytja tónlist sem hefur heillað okkur frá barnæsku.

Það er því um að gera að koma og leyfa æskuminningunum ad njóta sin i jólaamstrinu.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.