Talsvert öðruvísi aðventutónleikar verða haldnir miðvikudaginn 6. desember næstkomandi i Grønlandkirkju í Ósló. 

Um er að ræða blöndu af þekktum vestrænum jólalögum í annars konar útsetningu en við erum vön, sem og fjölþjóðlegri tónlist. Til að mynda mun flutningur á hinu þekkta lagi, Mitt hjerte alltid vanker, verða flutt í íraskri útsetningu, með arabískum trommum. Um er að ræða alveg einstaka útgáfu með norskum og arabískum texta. Þá verða flamengó dansarar og blönduð saman kúrdískri og flamengó tónlist, norskt lag verður flutt med texta á hebresku. Það má því með sanni segja að þetta verði óvenjulegir aðventutónleikar með arabískum blæ.

Hinn fjölþjóðlegi tónlistarhópur kallar sig Ellayali, sem er arabískt orð yfir nætur og var stofnaður árið 2005 af píanóleikaranum Berit Bagøien Moe. Hópurinn hefur haldið aðventutónleika í nokkur ár og haldið tónleika á degi Sameinuðu Þjóðanna svo fátt sé nefnt. Ýmis hljóðfæri eru notuð við flutning lagana og mætti nefna, fyrir utan hefðbundin vestræn hljóðfæri, verða arabískar flautur og trommur. Útsetning lagana er undir áhrifum frá Suður-Ameríku, djassi, persneskri tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Einn flytjanda er Hjörleifur Valsson tónlistarmaður og kennari sem hefur starfað með Ellayali frá árinu 2010. Á Íslandi hefur Hjörleifur m.a. starfað með Agli Ólafssyni, Diddú og Kristjáni Jóhannssyni.

Auk Hjörleifs, er Ellayali samansett af tónlistarfólki víðsvegar að úr heiminum. Til að mynda er tónlistarfólk fra Írak,  Kúrdistan, Sýrlandi, Ísrael, Noregi, norður Afríku, Evrópu og mið- og suður Ameríku, norður Afríku. Þá er trúarbakgrunnur þeirra álíka fjölbreyttur og menntun þeirra í annars konar tónlist.

Aðventutónleikarnir hafa verið vel sóttir undanfarin ár og hefur tónlistarhópurinn notið söngs barna úr Tøyenskóla í flutningi sínum. Tónleikarnir verða haldnir í Grønlandkirkju í Osló þann 6. desember n.k. klukkan 18:30 og kostar 200 krónur inn. Þess má geta að aðgöngueyrir stendur eingöngu undir kostnaði, þar sem tónlistarmennirnir gefa vinnu sína.

Nóg er af sætum svo það er bara að taka frá miðvikudagskvöldið og njóta einstakrar upplifunar á aðventunni.

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.