Íslenskt handverk er víða í boði á stórhöfuðborgarsvæðinu hér í Noregi fram að jólum. Elísabet Steingrímsdóttir er ein af fjölmörgum íslenskum handverkskonum sem selja framleiðslu sína á mörkuðum í Noregi.

Þegar blaðamaður Nýja Íslands hefur samband við Elísabetu þá liggur vel á henni og hún er á fullu í undirbúningi fyrir vertíðina sem framundan er.

Hún starfar sem grunnskólakennari á daginn en á kvöldin og um helgar hannar hún, framleiðir hún og selur sinn eigin fatnað. Einna helst er hún með húfur, kragar, handstúkur, klúta og trefla ásamt fleiri flíkum úr íslenskri ull.

En hvað er hún búin að vera lengi að framleiða fatnað?

„Ég er búin að hafa það sem aukabúgrein síðan ég bjó á Íslandi, líklega kringum 10 ár síðan, að hanna og framleiða mína eigin ullarvörurfatalínu undir nafninu Ice Design,“ segir Elísabet í viðtali við Nýja Ísland.

„Ég er búin að fara á jólamarkaði hér nokkrum sinnum. Auk þess er ég með sölusíðu á Facebook,“ útskýrir Elísabet.

Elísabet við sölubás sinn í Jessheim í nóvember 2017

 

Aðspurð um hvort Norðmenn kaupi framleiðslu hennar og hvað sé vinsælast hjá þeim segir hún, „já, þeir hafa áhuga á þessu, en þeir eru ekki eins hrifnir af svörtu eins og Íslendingar.

Þeim finnst líka merkilegt að heyra um eiginleika íslensku ullarinnar, sem hrindir frá sér vætu.

Ef þú ert með svona húfu á höfðinu og það snjóar úti, þá blotnar hún ekki í gegn. Þegar þú kemur inn hristir þú af henni snjóinn og hún er þurr.

En þeir vilja liti og þeir þeir kaupa helst húfurnar og handstúkurnar. Ég var ekki með hálskragana, en fékk mikið af fyrirspurnum um þá, svo þá var bara hannað eitt stykki.

Svo eru nokkur eintök aðeins öðruvísi (skrýtnari) sem mér finnst flott, en verður spennandi að sjá hvernig selst.“

 

Framleiðslan

 

 


Elísabet Steingrímsdóttir og myndir af framleiðslu hennar á Facebook síðu Ice Design.

Facebook síða Ice Design.


Jólasölutorg á Nordstrand

 

Næst verður hægt að finna Elísabetu við sölu á flíkum sínum laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. desember á Nordstrand.
 

 

 

 

 

1 thought on “„Norðmenn vilja liti og eru ekki eins hrifnir af svörtu og Íslendingar“

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.