Í VolArt á Fornebu hafa Hildur Björnsdóttir og Tobbe Malm opnað samsýningu undir nafninu Fley. Þar gefur að líta ýmis verk s.s. ljósmyndir, höggmyndir, myndbönd og innsetningar.

Hildur Björnsdóttir

En hverskonar verk eru Hildur og Tobbe með á  með á sýningunni?

Við slógum á þráðinn til Hildar:

„Á þessari sýningu er ég með verk, unnin út frá ljósmyndum sem ég hef tekið á Íslandi síðastliðin ár.  Ég hef einbeitt mér að vesturlandinu og tekið mest myndir á Akranesi.

Mest af myndunum er tekið á Langasandi, Löngufjörum og af skipshræinu Höfrungi á Akranesi.  Ég hef farið til Akraness, reglulega í heilt ár og tekið myndir af Höfrungi á öllum árstímum og fylgst náið með upplausninni úti í náttúrunni.

Þegar ég er búin að vinna myndirnar eins og ég vil hafa þær eru þær þrykktar á burstaðar álplötur sem gefur sérstaka og skemmtilega áferð.  Það gefur mikla dýpt, þrívídd,  í myndirnar og glitrar áferðin á sumum stöðum eins og litlir gimsteinar.

Ég hélt einkasýningu í Akranesvita á þremur hæðum í sumar sem bar heitið: Farið á fjörur.  Hún var í 3 mánuði og vel sótt.

Á opnuninni síðastliðinn laugardag höfðum við Tobbe „live“ gjörning, þar sem ég teiknaði og hann spilaði á hval og sjálfsmíðuð hljóðfæri.  Einnig erum við með myndband sem við höfum gert saman frá Akranesi á sýningunni.“

Hér má sjá myndandið sem þau Hildur og Tobbe gerðu í tengslum við sýninguna

 


Hér má finna listamannasíðu Hildar á Facebook

 


Sýningin stendur, sem áður segir til 3. desember.

1 thought on “Hildur Björnsdóttir með listasýningu i VolArt, Fornebu, til 3. desember

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.