Ró er yfirskrift íhugunartónleika sem haldnir verða miðvikudaginn 29. nóvember kl 12:15 á Majorstua+

Í tilkynningu frá skipuleggjanda kemur eftirfarandi fram:

Velkomin á íhugunar tónleika núna á miðvikudaginn 29.november kl 12:15 þar sem sellóleikarinn Catherine Maria, dóttir Unnar Maríu Ingólfsdóttur fiðluleikara, leikur kyrrláta og hljómþýða tónlist í Capella Johannea við Majorstuen kirkju.

Á dagskránni verða hlutar úr sellósvítu nr. 3 eftir J.S.Bach, ásamt tveimur nýjum verkum sömdum af Gísla Jóhanni Grétarssyni fyrir tilefnið.

Tónleikarnir eru hluti af 100 ára afmæli Norska tónskáldafélagsins.

Við bjóðum ykkur velkomin að koma og njóta þessarar kyrrðarstundar.

Dagskrá
J.S.Bach: Cello suite nr. 3 C dur – Allemande, Bourrée I & II, Gigue,
Gísli J. Grétarsson: : Ro (2017)* – Bekk, Vann

*) Frumfluttningur

Aðgangur er ókeypis.


Hér má fræðast nánar um tónleikana á Facebook viðburði


 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.