Hjómsveitirnar Mammút og Sinnep héldu tónleika í Ósló þann 20. nóvember

 

Erna Einarsdóttir og Hildur Hermannsdóttir úr Sinnepi

Sinnep

Sinnep hóf kvöldið með þrusu tónleikum.

Lögin spönnuðu mikla breidd og vissu áheyrendur aldrei hvað kæmi næst.

Sviðsframkoma var vel skipulögð með skikkjur og glimmeri. Kvenn söngkonurnar tvær rödduðu vel saman og minnti búningur þeirra einna helst á Zaphod Beeblebrox úr hinum stórkostlegu þáttum Hitchhiker’s guide.

Þar sem Momsur og dúkkuhöfuð voru kyrfilega límd saman og skreytt með góðum skammti af gullspreyi og ljósa seríu.

Þetta voru aðeins aðrir tónleikar bandsins, enda er það nýsett saman og verður klárlega gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

Alexandra Baldursdóttir á gítar, Katrína Kata Mogensen syngur, Andri Bjartur Jakobsson á trommur og Vilborg Ása Dýradóttir á bassa

Mammút

Hljómsveitin Mammút var svo aðalnúmer kvöldsins.

Þau unnu Músíktilraunir árið 2004 og hafa spilað þónokkuð síðan víða um heim.

Strax frá fyrsta lagi var hljómurinn þéttur og greinilegt að þarna voru fagmenn að verki.

Þau spiluðu í bland gamalt efni og nýlegra af sinni nýju plötu „Kinder versions“ sem þau unnu nýverið í samstarfi við Curver Thoroddsen.

John Dee

Skemmtistaðurinn John Dee hentaði mjög vel til þessa tónleikanna og væri óskandi að fleiri íslensk bönd sæju sér fært að fljùga yfir hálft Atlantshafið til okkar.

Gaman var að sjá að í þessum hljómsveitum tveimur var kynjaskiptingin eins jöfn og hægt er og samtals stigu því á sviðið þetta kvöld 5 kvenmenn og 5 karlmenn og er það nú jafnari skipting en við höfum almennt mátt venjast.

Unga kynslóðin kann þetta!

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.