Ísfisk í býður upp á kæsta skötu fyrir jólin

Hlynur Freyr Vigfússon 

Hlynur Freyr Vigfússon eigandi að fiskbúðinni Ísfisk í Bergen kæsir og selur skötu fyrir jólin.

Hann segir að þetta hafi byrjað sem smá áhugamál hjá honum svona til hliðar við aðra fiskréttaframleiðslu og sölu því hann hafi upphaflega ætlað að kæsa lítillega fyrir sjálfan sig.

„Skatan er jú mest kannski áhugamál, ætlaði að gera fyrir sjálfan mig, 1 kíló eða 100 er sama ferlið. Búðin er nýopnuð og gengur vel. Þetta er gamaldags- og einföld fiskbúð,“ segir Hlynur í samtali við ritstjórn Nýja Ísland.

En nú selur hann matgæðingum á svæðinu kæsta skötu fram að jólum og hefur áætlað að kæsa um 250 kíló. Að auki hefur hann orðið sér út um hamsatólg frá Íslandi og selur með.

Verðið á kílói af skötunni er 100 kr og hægt er að panta og fá sent í lofttæmdum umbúðum um allan Noreg að viðbættum sendingarkostnaði.

En Hlynur er ekki bara fisksali heldur einnig fiskiveiðimaður og gerir út línubátinn Ísbjörn svo það er í nógu að snúa há honum dagsdaglega.

Hér má finna Facebook síðu Ísfisks og þar má komast í samband við Hlyn og verða sér úti um Skötu.

 

Fiskbúðina Ísfisk má finnat að Byvegen 81 i Os, Hörðalandi og síminn er 46161642.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.