Asker ølutsalg er ný verslun í verslunarmiðstöðinni Trekanten mitt í Asker

Verslunin er með gott úrval af bjórum frá mörgum löndum og ýmsum framleiðendum s.s.

En þar má einnig finna íslenska landnema nefnilega þau Úlfrúnu og Sæmund frá Borg Brugghúsi.

Að auki má þar finna allar tegundir af bjór s.s. norskan, erlendann sem og bjór frá smærri brugghúsum.

Verslunin mun fljótlega verða með bjórsmökkunarkvöld í samstarfi við framleiðendur og dreifingaraðila. Þá gefst ölglöðum kærkomið tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og reyna bragðlaukana á nýjum miði.

Aðgengi að versluninni er gott en hana er að finna á efstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar Trekanten, norð-austanmeginn. Hægt er að leggja beint fyrir utan.

Ole Kristian Pettersen, verslunarstjóri og eigandi Asker ølutsalg segir í samtali að hann hvetji Íslendinga í nágrenninu til að líta við hjá þeim og ná sér í bæði norskan bjór sem og íslenskan.

„Þar að auki erum við með öl frá um 20 erlendum framleiðendum,“ segir Ole í samtali við fréttamann Nýja Íslands.

Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 10 til 20 og laugardaga 9 til 18.

Úlfrún

4.5% ALC./VOL. – SESSION IPA

Úlfrún sækir fyrirmyndir sínar í bandarísku IPA-nýbylgjuna svonefndu. Suðrænt ávaxtabragðið er fengið með Citra og Mosaic humlum en í bland við Sorachi Ace, Centennial og Simcoe humla magnast þessi ýlfrandi ferski ananas- og mangóseiður enn til muna yfir fjölkorna-gerjun byggs, hveitis, rúgs og hafra.

 

SÆMUNDUR

4.7% ALC./VOL. – MANGO PALE ALE

Sæmundur klæðir sig upp til að taka nokkur spor á Kexinu. Gruggugur en með vænum skammti af mangó sem gefur einstakt og frísklegt yfirbragð. West Yorkshire gerið mýkir hann upp áður en amerísku humlarnir Citra og Equinox bjóða upp í suðrænan og safaríkan dans.

(Bjórumfjöllun fengin frá Ratebeer)

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.