Hinn margrómaði Ískór sem starfar í Ósló og var stofnaður af íslenskum námsmönnum árið 1988, heldur upp á sitt 30. starfsár á næsta ári.

Kórinn mun nú í ár halda sína eigin jólatónleika í kirkju heilags Edmund (St. Edmund’s Church), í Møllergata í Ósló þann 9. desember næstkomandi kl 18. Yfirskrift tónleikana er Hátíð fer að höndum ein.

 

Dagskrá

Á dagskrá tónleikana verða verk úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný, en, „öll eiga þau sér það sammerkt að vera sungin á íslensku. Þar á meðal má finna gömul íslensk jólalög allt frá Jòlasveinar ganga um gòlf til erlendra jólalaga eins og  Hvítra jóla og allt þar á milli ef svo mætti segja,“ segir  Þorbjörg Guðmundsdóttir formaður kórsins í samtali við Nýja Ísland.

Þorbjörg segir einnig að það sé ósk meðlima kórsins að tónleikagestir komi og eigi notalega kvöldstund saman á aðventunni með ljúfum jólatónum.

Aðgangseyrir er 150 kr. og fer hann í sjóð til að safna fyrir tónleikaferð sem kórinn er að skipuleggja til Íslands í tilefni 30 ára afmælisins á næsta ári.

Kirkja heilags Edmund í miðborg Óslóar

 

Sjá viðburð á FB hér


1 thought on “Jólatónleikar Ískórsins verða 9. desember kl. 18

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.