Sauðfjárbændurnir Rune Fjellseth og Ingvild Johanne Aarhus að Øvre Rønningen Gård í sveitarfélaginu Gausdal hér í Noregi hafa um árabil framleitt lambaket við rætur Langsua þjóðgarðsins.

Hangikjøt
Þau hafa sett stóran hluta af framleiðslu sinni í reyk og framleitt hangiket í nafni vörumerkisins Hangikjøt

 

Hangiket frá Gautsdal

 

Allt kjöt frá Øvre Rønningen Gård hefur hingað til verið reykt að Kulturstua i Ro.

 

Tor Jackobsen hjá Kulturstua i Ro

En þetta árið hefur vandi stafað að hangiketsframleiðslu þeirra. Reykofninn sem þau hafa notað síðust ár er búinn að vera ónothæfur síðan í haust.

Ingvild Johanne sauðfjárbóndi
að Øvre Rønningen ásamt syni sínum

„Því miður verðum við ekki með hangikjöt í sölu í haust/vetur. Reykofnin sem við erum búin að vera að nota er ónothæfur frá því í haust.

Við verðum þessvegna því miður ekki með hangikjöt fyrir enn á næsta ári,“ segir Ingvild Johanne sauðfjárbóndi að Øvre Rønningen Gård í samtali við Nýja Ísland.

Við hér á Nýja Íslandi sögðum einmit frá því að einn af möguleikunum til að sækja sér hangiket hér í Noregi væri að panta það frá sauðfjárbændunum að Øvre Rønningen Gård

Það er því því vissulega synda að heyra nú að þeir fjölmörgu Íslendingar sem treysta á að fá reykt lambaket að íslenskum hætti hér innanlands í Noregi, ekki lengur fengið að há hjónunum Rune Fjellseth og Ingvild Johanne Aarhus að Øvre Rønningen Gård.

 

Þá er ekki annað hægt en að benda á aðra möguleika í lista grein okkar yfir það hvernig má sækja sér hangiket í Noregi.

En það eru nokkrir möguleikar á að sækja sér hangiket.

  • Panta má kjöt hjá nokkrum verslunum á Íslandi s.s.:
  • Einnig má skoða norskt kjöt sem er verkað á svipaðan hátt og íslenska hangiketið. Þar má helst benda á eftirfarandi:
    1. H̶a̶n̶g̶i̶k̶j̶ø̶t̶t̶ ̶f̶r̶á̶ ̶V̶e̶s̶t̶r̶e̶ ̶G̶a̶u̶s̶d̶a̶l̶,̶ ̶O̶p̶p̶l̶a̶n̶d̶ ̶ Hangiket frá Øvre Rønningen Gård ekki í boði í ár vegna bilunar í reykofni
    2. Gilde badsturøkt lammelår

 

Tengdar fréttir

Hvernig má sækja sér hangiket í Noregi

1 thought on “Hangiket frá Øvre Rønningen Gård ekki í boði í ár vegna bilunar í reykofni

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.