Á degi íslenskrar tungu velur ritstjórn sér að skreyta fyrirsögn með nokkuð æpandi texta.

Það ær í ópið ýta mér er s.s. ekki djúp bókmenntaleg tilvitninun, heldur frekar dæmi um hvernig íslenskt mál getur stundum verið skemmtilegt og vitnar kannski frekar til þess hvað við eigum mörg skemmtileg orð í mörgum útgáfum í orðaforða okkar.

Hér, í þessu samhengi, má sem dæmi nefna örsöguna sem svona er rituð:

Á á á á, á á Á

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember,  samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Þann dag eru árlega veittar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls og efnt til margvíslegra menningarviðburða.

 

Áhugaverðir hópar á Facebook sem ritsjórn Nýja Íslands fylgist með eru 

t.d.  MálvöndunarþátturinnStafsetningarperrrinn og Hreintungumánuður.

Tillögur frá hópnum Hreintungumánuður

Margrét Hugdóttir, sem stofnaði hópinn Hreintungumánuður, segir í samtali við Nýja Ísland um uppruna og tilurð hópsins að hún „stofnaði hópinn í október. Ég og nokkrir vinir vorum með svona átak í vinahópnum í fyrra og nú ákváðum við að leyfa fleirum að vera með,“ 

Þar inni hafa spunnist margar skemmtilegar umræður og tillögur að íslenskum orðum í stað erlendra.

Við mælum með að lesendur líti á þessa þrjá hópa og leggi sitt af mörkum.

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.