Nú er hægt að panta íslenska bjóra á netinu í vefverslun áfengisverslunar norska ríkisins Vinmonopolet.  

 

Finna má bæði íslenskt öl og brennt vín í vefversluninni.

Eftir því sem best verður séð eru tvær tegundir þegar komnar af íslenskum jólabjór en það eru Egils Malt Jólabjór og Egils (Ölgerðin) Jólagull.

 

 

Einnig er hægt að fá Einstök bjórinn í nokkrum útgáfum s.s. Toasted Porter, Pale Ale, White Ale ofl.

Unnendur íslenskrar bruggunar ættu því að getað kneyfað ölið á aðventunni og yfir hátíðarnar sem fram undan eru.

– Heimasíðu Vinmonopolet má finna hér

1 thought on “Hvernig má sækja sér íslenskt öl í Noregi

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.