Skötuveisla verður var haldinn laugardaginn 2. desember í Kristalssalnum við Lambertsetur í Ósló af matarklúbbnum Íslensk matarmenning.

Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir:

Árlega skötuveislan okkar verdur laugardaginn 2. desember 2017 i Kristallen Treffsenter, Feltspatveien 29, 1155 Oslo. 

Aðeins 60 sæti eru i boði og kostar kr 350,- á mann svo nú er um ad gera að vera fljótur að panta og borga ekki seinna en 25. nóvember til ad tryggja sér öruggt sæti

Hægt er ad Vippsa í síma 46743540 eða millifæra á reikning 10202978229

Í boði verdur að sjálfsögðu skata frá Íslandi ásamt meðlæti. Einnig saltfiskur og Fiskisúpan góða sem sló svo rækilega í gegn í fyrra og ekki má gleyma rúgbrauðinu

Húsið opnar kl. 14:30

Fasta

Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og átti þá ekki að borða mikið góðgæti og einna síst á Þorláksmessu. Það átti að vera sem mestur munur á föstumat og jólakræsingum, auk þess sem ekki þótti við hæfi að borða kjöt á dánardegi heilags Þorláks. Þessir matsiðir héldust í stórum dráttum þótt hætt væri að tilbiðja Þorlák sem dýrling. Þó var fólki stundum leyft að bragða aðeins á jólahangikjötinu ef það var soðið á Þorláksmessu.

Aðalreglan var samt sú að borða lélegt fiskmeti á þessum degi, en misjafnt var hvað hentaði best á hverjum stað. Á Suðurlandi var sumstaðar soðinn horaðasti harðfiskurinn og frá Vopnafirði er þessi vísa til marks um mataræðið:

Á Þorláksdag í matinn minn
morkinn fékk ég hákarlinn
harðan fiskinn hálfbarinn
og hákarlsgrútarbræðinginn.

Tekið af bloggsíðu í Þórhallur S Gjöveraa

Sjá viðburð á Facebook hér

 

Tengdar fréttir

[ Föst vísun í þessa síðu: http://bit.ly/2AH7WOi ]

1 thought on “Kæst skata í boði fyrir áhugasama

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.