Þann 15. nóvember næstkomandi mun Steinar Agnarsson taka yfir rekstur
vegasjoppunnar Spisekroken í Jessheim og bjóða uppá hefðbundinn norskan
skyndibita ásamt íslensku góðgæti í bland.

 

Spisekroken í Jessheim

Steinar hefur verið viðloðandi eldamennsku og framreiðslu í veislum í yfir 40 ár.

En nú allra síðust ár hefur hann búið og starfað við bátasmíðar í Sandane, litlu þorpi með um 200 íbúa,  í sveitarfélaginu Gloppe í Sogn og fjordane sýslu.

Þar hefur hann búið ásamt eiginkonu sinni Kristínu Hjálmarsdóttur og tveimur börnum þeirra, þeim Sólveigu Heiðu og Agnari Baldri.

 

Sandane, Gloppe í Sogn og fjordane

Sandane kvatt

Eftir þrjú og hálft ár í Sandane hafa Steinar og eiginkona hans ákveðið að breyta til og flytja nú með alla fjölskylduna til Jessheim til að reyna fyrir sér í veitingasölu.

Hann hefur fest kaup á rekstri og húsnæði Spisekroken og hefur stórar hugmyndir um framtíð rekstursins og segist nú vera að  skipuleggja matseðil með þá rétti sem þar verða á boðstólum.

Matsalan mun því opna meå nýjum íslenskum veitingamanni þann 15. nóvember næstkomandi eins og áður segir, en Steinar segir að „við verðum ekki með heitan mat fyrr en undir desember, það verður víst nóg að komast gegnum matseðilin eins og hann er í byrjun.

Í dag er það aðallega baguette, þá með norskum mat. Vinsælast er eggja-baguette með beikon sem er gríðarlega seðjandi og gott. Annars er allt hráefni unnið í vagninum s.s. sem sallöt og annað.“

Íslenskur matur væntanlegur á matseðil

„Er núna að vinna í að fá hangirúllu heimanað, úrbeinað hangikjöt, og mun reyna að bjóða uppá jólamat fyrir landann með uppstúf og stöppu. Svo er það íslenska kjötsúpan og svo fiskrétti. Annars er þetta erfitt að eiga við er með mest fastakúnna sem vilja bara þetta gamla norska,“ segir Steinar einbeittur á framhaldið.

Steinar segir að hann verði „ekki með heitan mat fyrr en undir desember, það verður víst nóg að komast gegnum matseðilin eins og hann er í byrjun það er aðallega Baguette þá með norskum mat vinsælast er eggja-baguette með beicon gríðarlega seðjandi og gott allt hráefni er unnið í vagninum sosum sem salöt og annað.“

Þeim, sem kunna að meta íslenskan mat, er því bent á að fylgjast með breytingum á matseðlj Spisekroken þegar dregur fram í desember.

Þá mun verða boðið upp á heitan mat í hádeginu einn til tvo rétti í bland við þá norsku. Þar nefnir Steinar helst „minn spes fiskrétt í piparostasósu, smábollur í Mexíkósósu, kjúkklingabringur, lax og fleira s.s. Íslenska kjötsúpu, matarkjúklingasúpu og ofl. ofl. Allt þetta er svo framreitt sem skyndibiti og biðtími ekki meira en 3 til 5 mínútur.“

 

Skíðastökkpallurinn í Holmenkollen
(Myndefni frá VisitOslo.com)

 

Um myndina af honum sem tekin er á toppi Holmenkollen stökkpallsins, og fylgir fréttinni hér efst segir Steinar „þessi er tekin á Holmenkollen. Draumurinn rættist að komast þangað, að vísu 38 árum of seint, langaði alltaf að stökkva af Holmenkollen.“

En nú hefur hann þó loksins tekið stökkið sem hann dreymdi alltaf um, þótt á annan hátt sé, og hér sá Steinar framtíð sína, ef svo má segja, því að í bakgrunni myndarinnar sést einmitt yfir Ósló og í átt að nýju heimkynnum hans í Jessheim.

 

Matreiðin

Þetta er ekki frumraun hjá Steinari að selja mat til vegfarenda. Hann rak um árabil veitingabíl á Íslandi undir nafninu Matreiðin. Þann bíl seldi hann til Hamborgarafabrikkunar áður en hann fluttist búferlum til Noregs.

En Steinar er stórhuga og hefur, auk þess að festa kaup á vegasjoppunni Spisekroken einnig keypt nýja Matreið hér í Noregi.

Nýja Matreiðin, tilbúin undir tréverk

Sá bíll gegndi áður hlutverki bókabíls er hann er nánast klár fyrir breytingar og er hann á leið verkstæði í Ósló þar sem hann verður innréttur og sérbúinn fyrir matsölu.

„Bíllin verður staðsettur í Strømmen á virkum dögum og svo á ferð og flugi á hátíðum um helgar í sumar. Það verður engin svikin af matnum okkar, “ segir Steinar

 

 

Jólahald hjá fjölskyldunni í Sandane. Frá vinstri Kristín Hjálmarsdóttir, sonurinn Agnar Baldur Steinarsson, dóttirin Sólveig Heiða Steinarsdóttir og Steinar Agnarsson

Fjölskyldan

Kjarnafjölskyldan sem búið hefur síðustu ár í Sandane fer nú að huga sér til hreyfings og pakka fyrir flutning á austurlandið. Þau hafa búið og starfað, að sögn, í stærtu skipasmíðastöð í heimi eða hjá Brødrene AA AS.

Sólveig Heiða veit hún verður ekki svikinn af rjómaröndinn hjá pabba sínum

En þrátt fyrir mikil áform um matsölu jafnt í Spisekroken sem og á ferð og flugi í Matreiðinni þá er fjölskyldan ekki alveg búin að segja skilið við bátasmíðina.

„Við munum taka að okkur viðgerðir báta áfram ásamt þvi að byggja heita potta,“ segir Steinar að lokum.

Ritsjórn Nýja Íslands óskar Steinari og fjölskyldu hans alls hins best í nýjum störfum sínum í Jessheim og vonar að allir unnendur góðs matar leggi nú lykkju á leið sína og komi við á Spisekroken eða Matreiðinni og njóti veitinganna.

Staðinn má finna hér á korti

Tengdar fréttir

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.