Frá janúar 2007 til mars 2017 höfðu um 11030 manns flutt frá Íslandi til Noregs

Þetta kemur fram í ýtarlegum gögnum um mannfjölda og breytingar í íbúaskrá norsku hagstofunnar (seksjon for befolkningsstatistikk, Statistisk sentralbyrå).

Samkvæmt gögnunum  hafa frá 1. fjórðungi 2007 til 2. fjórðungs 2017 flutt 4784 fleiri frá Íslandi til Noregs en frá Noregi til Íslands.

 

Straumur fólks til Noregs frá 2008 fram á mitt ár 2015

En þessi heildarfjöldi aðfluttra segir ekki alla söguna. Straumur Íslendinga til Noregs jókst frá þriðja ársfjórðunig 2008 til og með þriðja ársfjórðung 2015.  Að meðaltali fluttu þá 189 fleiri manns frá Íslandi til Noregs í hverjum ársfjórðungi heldur en frá Noregi eða samtals 5477 fleiri en fóru.

Íslendingum að fækka í Noregi frá 2015

Hinsvegar hafa frá fjórða ársfjórðungi 2015 fleiri flutt frá Noregi til Íslands heldur en til Noregs eða að meðaltali um 97 manns á hverjum ársfjórðungi eða samtals um 681 fleiri en komu.

 

Íslendingum fækkar því um 11 að meðaltali í hverjum mánuði eins og þróun síðustu mánuði sýnir.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.