Nú verður enn meira etið, drukkið og verið meira glaður en áður því síðasta bjórkvöldið á árinu fyrir Íslendinga í Ósló og nágrenni verður haldið 1. des.

Í tilkynningu frá skipuleggjanda segir:

Þá er aftur komið að því, bjórkvöld í Ósló. Frábært tækifæri fyrir þig sem að misstir af stemmingunni síðast, þá mættu um 60 manns, eigum við ekki að gera betur núna 😉 Kvöldið síðasta gekk vonum framar, vel mætt og mjög góð stemming í fólki. Þegar að viðburðir ganga svona vel þá gefur það manni meiri drifkraft til að skipuleggja næsta ár. En hvað er á dagskrá árið 2018 er ekki gott að segja eins og er. Þessi mánuður fer í að skoða möguleikana fyrir næsta ár. 

En 1. des verður gott að kíkja á jólaljósin í Ósló og enda kvöldið með bjór og góðum félagsskap.

Sjá viðburð á Facebook hér

Sjá einni:

– Nýja Ísland http://bit.ly/2A9zGdk

1 thought on “Síðasta bjórkvöldið á árinu fyrir Íslendinga í Ósló og nágrenni – 1. des

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.