JHátt 60 Íslendingar og gestir þeirra skemmtu sér á föstudagskvöldinu þann 3. nóvember á TORDENSKIOLD PUB.

 

Sveinn Harðarson skipuleggjandi kvöldsins á heiður skilinn fyrir framlag sitt

Margir höfðu tekið daginn snemma og brugði sér bæjarleið og snætt kvöldverð í miðborg Ósló og komu svo rétt rúmlega 20 á Tordenskiold. Ölþyrstir nýttu sér tilboð á barnum sem Mattias Örn barþjónn hafði komið til leiðar fyrir samlanda sína í samráði við skipuleggjanda kvöldsins Svein Harðarson.

Mattias Örn aðalbarþjónn kvöldsins

Hér að neðan má sjá myndir af nokkrum af þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á samkomuna. Eins og sjá má skein gleðin úr andliti fólks og allir skemmtu sér vel. Eitthvað af nöfnum vantar enn undir myndir en ritstjórn þiggur ábendingar um þau. Senda má skilaboð beint á ritstjórn beint á Facebook eða á ritstjorn@nyjaisland.no 

 

Gleði og bros skein úr andlitum allra

 

Góður andi og gleði á samkomunni