Íslandsdagur verður haldinn 18. nóvember á vegum menningafélags Bjorøy og Tyssøy sem er bæjarfélag í um u.þ.b. 20 km fjarlægð frá Bergen.

Samlvæmt upplýsingum frá félaginu mun Bergsveinn Birgisson lesa upp úr eigin bókum ásamt því að boðið verður upp íslenskt góðgæti s.s. eins og hákarl, malt, appelsín, íslenskan bjór, hangikjöt, plokkfisk og rúgbrauð, ásamt pönnukökum og íslensku súkkulaði.

 

Fyrsta útgáfa af Leitinni að svarta víkingnum kom út á norsku og hlaut frábærar viðtökur.

Á meðan Bergsveinn les fyrir fullorðna verða lesin íslensk ævintýri í öðrum sal fyrir börnin. Bergsveinn er doktor í norrænum fræðum og var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Svar við bréfi Helgu.

Þá verður Sönghópurinn í Bergen með sérvalda dagskrá og að lokum verður sýnd íslenska kvikmyndin Hrútar.

„Við stóðum fyrir sýningunni Spor i Fjord í vor. Þar var frönsk tenging, enda formaðurinn frönsk; nú er það Ísland,“ segir Agnes Vogler, ritari menningafélags Bjorøy og Tyssøy (Bjorøy og Tyssøy kulturlag) sem er nýlega endurvakinn félagsskapur þar um slóðir, í samtali við Nýja Ísland.

Mikill áhugi virðist vera á þessum degi á svæðinu enda hefur viðburðurinn verið kynntur á öllum Íslendingahópum, hjá Félaginu Vinir Snorra (Foreningen Snorres Venner) og framundan er umfjöllun í staðarblöðum í Bergen.

Þetta verður held ég frekar flott

Skráning er opin til 9. nóvember og skal senda tölvupóst á btkulturlag@gmail.com


Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.