Sveinn Harðarson, forsvarsmaður bjórkvölds sem haldið verður föstudaginn 3. nóvember á Tordenskiold barnum í Ósló, sagði í samtali við Nýja Ísland að hann hefði verið „kominn með leið á að það væri svo lítið um hittinga á Ósló svæðinu“.

Því hafi hann sett sig í samband við veitingastjóra Tordenskiold og boðist til að kynna kvöldið fyrir Íslendingum á svæðinu. „Já, ég frétti af því að það væri Íslendingur að vinna þar, og ég ásamt nokkrum vinum fórum að horfa á leikinn þar, þannig að ég hreinlega spurði bara hvort að það væri einhver möguleiki á að fá eitthvað gott tilboð og það var vel tekið í það. Auk þess mun ég athugað með að hafa íslenska tónlist. Það er kannski vert að taka fram að ég er ekki tengdur barnum á neinn hátt“.

Það voru hæg heimatökin hjá Sveini að koma þessum viðburði af stað því hann er vanur því að halda huggulegar skemmtanir fyrir Íslendinga í Ósló. „Ég var með mánaðarlega hittinga fyrir sumarið fyrir Einhleypa Íslendinga í Noregi, síðan ákvað ég að prufa að fá fleiri með,“ segir Sveinn bjartsýnn og bætir við „þannig að þá var bara að prufa og sjá, í versta falli væri það fámennt en góðmennt“.

Sem eru svo sannarlega orð að sönnu hjá Sveini því að hátt í 20 manns hafa nú staðfest komu sína á tengdum viðburði á Facebook og um 70 hafa sýnt kvöldinu áhuga en eiga enn eftir að staðfesta komu.

Sveinn segir að lokum „ef að það er vel mætt þá gerir maður þetta aftur og þá kannski að maður gerir meira eins og [að] finna stað sem að selur íslenskan bjór og finna kannski einhverja sem að væru til í að spila.“

Ritstjórn NÍ óskar Sveini velfarnaðar með kvöldið og vonar að allir Íslendingar sem aðrir sem mæta skemmti sér vel.

 

http://www.nyjaisland.no/2017/11/05/sidasta-bjorkvoldid-a-arinu-fyrir-islendinga-i-oslo-og-nagrenni/

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.