Mahad Mahamud við störf sín á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. (Mynd frá www.klassekampen.no)
Mahad Mahamud við störf sín á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. (Mynd frá www.klassekampen.no)

Lífeindaverkfræðingurinn Mahad Abib Mahamud (31) er kominn til Íslands og hefur sótt um stöðu flóttamanns.

Hann var á leið til Kanada en var stöðvaður við landamæraeftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er hann millilenti þar.

Nýlega var hann sviptur ríkisborgararétti í Noregi fyrir að gefa upp rangt föðurland á flóttamannaumsókn sinni er hann nam þar land árið 2000, þá 14 ára gamall. Norsk innflytjendayfirvöld vildu meina að Mahad væri frá Djibouti en ekki Sómalíu eins og hann fullyrti þegar hann kom til Noregs. Honum var því vísað úr landi á þessu ári eftir 17 ára búsetu þar og missti því ríkisborgararétt sinn, starfið á Ullevål sjúkrahúsinu og húsið, allt í einum vettvangi.

Mahad stefndi norska ríkinu og tapaði því máli í héraðsdómi Óslóar þann 13. mars á þessu ári en hefur áfrýjað til hæstaréttar og fellur dómur þar í málin hans á næsta ári. Áfrýjunin frestaði þó ekki brottvísun hans frá Noregi.

Að sögn Mahad var honum bent á af landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli, þegar hann var stoppaður, að hann gæti sótt um stöðu flóttamanns. Það hefur hann nú gert. Mahad hitti fulltrúa útlendingastofnunar á Íslandi a mánudag og hefur nú verið komið í gistingu hjá Rauða krossinum meðan mál hans er tekið fyrir.

– Nettavisen sagði fyrst frá þessu hér http://bit.ly/2hqnRZk

– Beint á þessa frétt http://bit.ly/2yhz2hv

1 thought on “​Lífeindaverkfræðingurinn Mahad Abib Mahamud er kominn til Íslands og sækir um stöðu flóttamanns

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.