Sviðaveisla var haldinn sunnudaginn 29. október í Kristalssalnum við Lambertsetur í Ósló af matarklúbbnum Íslensk matarmenning. Um 50 manns, jafnt Íslendingar sem Norðmenn, tóku á móti haustinu með sviðaveislu og nutu góðra veitinga. Í boði voru heit og köld svið, slátur, kindabjúgu, soðnar kartöflur, rófustappa, gosdrykkir og kaffi á eftir. Gestir voru mjög ánægðir með mat og þjónustu og var setið fram á kvöld að spjalli.

 

Hér að neðan má sjá myndir frá veislunni ásamt forsvarsfólki íslenska matarklúbbsins .

Einar Trausti vert bauð alla velkomna og sagði nokkrar gamansögur.

Gestir nutu matarins enda var fjölbreytt á boðstólum

Kristinn T. Haraldsson, Gróa Hreinsdóttir, Guðmundur Engilbertsson, Guðrún Elín og Ómar Diðriksson
Harri Hákonarson og Johanna Ingvarsdóttir Carlsen
Einar vert fyrir miðri mynd á tali við gesti
Þéttur hópur eldri borgara sitja hér að snæðingi ásamt öðrum gestum.

 

 

 

 

 

Margt var um manninn
Ungir sem aldnir nutu matarins. Óttar Hrafn Óttarsson til hægri.
Jens Bogason ásamt gestum
Guðrún Haraldsdóttir, Óli Vernharður Antonsson, Lilja, Tron

 

 

Forsvarsfólk íslenska matarklúbbsins    Frá vinstri Unn Briht Solstrøm, Jens Bogason, Sigga Magga, Einar Tryggvi Traustason, Elín Sesselja Guðmundsdóttir, Snorri Þórsson, Heiða Katrín Jensdottir.

 

Heiða Katrín Jensdóttir við framreiðslu á sviðum, slátri og sperðlum

Tengdar fréttir

[ Föst vísun í þessa síðu: http://bit.ly/2A0sOjj ]

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.