Við eftirgrennslan ritstjórnar kom í ljós að þeir sem bjuggu síðast í Reykjavík, en eru nú fluttir erlendis og eru enn á kjörskrá á Íslandi, skiptast á Reykjavíkurkjördæmin eftir fæðingardögum en ekki eftir síðasta skráða heimilisfangi.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu borgarstjórnar þurfa kjósendur sem eru fæddir 1.-15. dag mánaðarins að kjósa í Reykjavíkurkjördæmi suður og kjósendur fæddir 16.-31. dag mánaðarins að kjósa í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þetta ku vera í samræmi við lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000

VI. kafli. Kjörskrár.

  • 23. gr. Á kjörskrá skal taka:
    • a. Þá sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 1. gr. og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag.
    • b. Þá sem uppfylla skilyrði 2. mgr. 1. gr., sbr. 2. gr., og síðast áttu skráð lögheimili hér á landi í sveitarfélaginu.
      • Þeim sem taka ber á kjörskrá í Reykjavík skv. b-lið 1. mgr. skal skipt á milli suður- og norðurkjördæmis í samræmi við 7. gr. Í suðurkjördæmi komi þeir sem fæddir eru fyrri hluta hvers mánaðar en í norðurkjördæmi þeir sem fæddir eru síðari hluta hvers mánaðar. Landskjörstjórn ákveður hvar mörkin skuli vera í mánuði, sbr. 1. mgr. 7. gr. Sama regla skal gilda um þá sem skv. a-lið 1. mgr. eru skráðir óstaðsettir í hús í Reykjavík.

Hafa ber þetta í huga nú þegar kosið er til alþingiskosninga.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.