22450123_1480832195364768_943210782312148271_n[1]

Enginn lokafrestur er á skilum utankjörfundaratkvæða fram að því kjördeildum er lokað laugardaginn 28. október 2017. En það er á kjósandans ábyrgð að atkvæðið komist til skila til kjörstjórnar í tæka tíð.

500 posten
Það má senda atkvæði með hefðbundnum pósti frá Noregi (eða hvaðan sem er) eða með fólki sem er að fara til Íslands daganar fyrir kosningar. Þeir sem taka að sér að fara með utankjörfundaratkvæði til Íslands geta svo komið atkvæðinu í póst innanlands á Íslandi eða afhent það til viðkomandi sýslumanns.

Einnig má skila utankjörfundaratkvæði í persónu beint til viðkomandi kjördeildar/kjörstjórnar til kl. 22:00 á laugardag, kosningadag

Öllum sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er óháð búsetu eða lögheimili. Ef senda þarf atkvæði skulu kjósendur sjálfir annast og kosta sendingu þess. Embætti sýslumanns eða umboðsmanna hans er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst.
(https://www.kosning.is/althingiskosningar-2017/)

300SendiradIslandsOslo

Sendiráðið tekur á móti kjósendum alla virka daga milli kl. 13:00 – 15:00 sem og á sérstökum opnunartíma fyrir kosningar laugardaginn 21. október kl. 11:00 – 13:00 og mánudaginn 23. október kl. 13:00 – 19:00. Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini.

 

Nánari upplýsingar má finna hér:

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.