Stofustund í Ólafíustofu
Söngur og sögur með Ómari Diðrikssyni og gestum
Laugardaginn 16. maí kl. 17

Ómar Diðriksson

Ómar Diðriksson söngvaskáld og trúbador verður með stofustund í Ólafíustofu í Osló laugardaginn 16. maí kl. 17:00.

Hann mun segja sögur af fólki og sinni tónlistarsköpun ásamt því að leika á gítar og taka mörg af sínum lögum.

Ómar var búsettur í Noregi á níundaáratugnum en flutti heim til Íslands um 1989. Á þeima tíma er hann bjó í Noregi samdi hann margt af textum og lögum sínum. Hann stundaði tónlist sína á Íslandi og gaf út sólóplötur frá 1996 til 2010, hann lék einnig tónlist með R.B. blúsbandi ogí Trío Þ.Ó.R.

Síðar stofnaði hann hljómsveitina Ómar Diðriks og sveitasynir sem hafa gefið út tvær plötur með lögum og textum hans Þá áttu líf árið 2012 og Lifandi 2014. Árið 2013 gaf hljómsveitin út diskinn Öðruvísi en áður ásamt Karlakór Rangeyinga með blönduðum frumsömdum lögum og textum bæði eftir Ómar og einnig tökulög.

Hann flutti í janúar 2015 aftur til Noregs. Þessi tónleikar eru því þeir fyrstu sem hann heldur í Noregi á tónlistarferli sínum.

Ómar Diðriksson leikur frumsamda alþýðutónlist byggða á sóló diskum sínum sem eru

  • Uppörvun gefin út 1996. Titillagið, Uppörvun, er lag Åge Aleksanderson, Lys og varme með íslenskum texta Ómars. Textann samdi Ómar þegar hann var búsettur í Noregi á tíundaáratugnum.
  • Vinur veganna gefin út 1998 og
  • Sögur af fólki gefin út 2010.

Auk Ómars koma fram góðir gestir

 

Hjörleifur Valsson

Hjörleifur Valsson fiðluleikari hóf að spila á fiðlu við tónlistarskólann á Húsavík og síðar á Ísafirði þar sem hann naut m.a. liðsinnis Hlífar Sigurjónsdóttur. Hann flutti árið 1988 til Noregs og varð nemandi Eivind Aadland og Grigorij Zhislin við Tónlistarháskólann í Ósló. Við útskrift frá skólanum árið 1993 hlaut hann námsstyrk frá Tékkneska ríkinu og nam við Konservatóríið í Prag í þrjú ár.

Á námsárunum þar kom hann margsinnis fram á tónleikum með grísk-kýpverska píanistanum Ourania Menelaou, auk þess sem hann kynnti sér austur-evrópska þjóðlagatónlist og lék í Móravískri þjóðlagahljómsveit.

Síðar stundaði hann nám hjá Pieter Daniel við Folkwang Hochschule í Essen, Þýskalandi og lauk DiplMus gráðu sinni þar sumarið 2000. Er hann bjó á meginlandi Evrópu sótti hann master-class námskeið hjá listamönnum eins og Pierre Amoyal, Sergej Stadler, Truls Mörk og Pavel Gililov. Auk þess kom hann fram á margskonar tónleikum og viðburðum um alla Evrópu. Hjörleifur er fjölhæfur fiðluleikari með sterkan og einstakann persónulegan stíl

Hann hefur samið, flutt og stýrt tónlist við leikhús, tekið upp fyrir útvarp, sjónvarp, kvikmyndir og diska- og plötuútgáfu ástamt þvi að hafa flutt tónlist með mörgum fremstu listamönnum í heiminum.

Hjörleifur starfar um þessar mundir mest sem free-lance fiðluleikari í Noregi, Íslandi og víða í Evrópu. Hann tekur reglulega að sér að leika með hljómsveitum og koma fram með stutt tónlistaratriði á ýmiskonar uppákomum. Hann er líka meðlimur í strengjakvartett sem hefur haldið fjölda tónleika í Noregi og Englandi. Hann kennir auk þess við Tónlistarskólann í Bærum og er brautryðjandi í Noregi í kennsluformi sem kennir sig við El Sistema.

Leiðir Hjörleifs og Ómars lágu saman í Osló á 10nda áratugnum þar sem þeir tóku oft lagið saman. Þeir hafa þó aldrei komið fram saman áður opinberlega í Noregi.

 

 .

Gróa Hreinsdóttir píanisti


Eplin falla sjaldan langt frá eikinni

Dætur Ómars og Hjörleifs ætla að taka þátt í stofustundinn.  
 

 

Lilja Margrét Ómarsdóttir

Lilja Margrét Ómarsdóttir söngkona mun syngja og spila á gítar og flytja eigið lag og texta. Hún hefur lært á píanó hjá Ülle Hahndorf í tónlistarskóla Rangæinga og söng hjá Eyrúnu Jónasdóttur tónsmiðju Suðurlands.
 
Hér má sjá Lilju Margréti flytja lag föður síns Lágstemmdar línur við texta Kristjáns Hreinssonar
 
Mínerva Hjörleifsdóttir 

Mínerva Hjörleifsdóttir sellóleikari mun spila á selló
 
Mínerva leikur hér á selló í Nordberg kirkju árið 2014 við jólamessu Íslenska safnaðarins í Noregi.


 

Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir.

 

Ómar mun verða  með geisladiska sína til sölu á staðnum fyrir áhugasama

 

 

Lilja Margrét, Ómar og Hjörleifur flytja hér lagiå Uppörvun sem er jóð Ómars við lag Åge Aleksandersen Lys og varme.

 

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.