Samkvæmt hagstofu Íslands hafa 113.581 íslenskir ríkisborgarar flutt frá Íslandi til Noregs frá 1961 til 2013 á móti 89.923 sem hafa flutt frá Noregi til Íslands.

Það gera því um 23.658 íslendinga sem gætu staðið eftir í Noregi en þá á eftir að draga frá látna einstaklinga.

– Frá 1961 til 2013 ættu 1% eða um 1104 íslendingar að hafa dáið í Noregi, eftir standa 22.554.

* Ótaldir eru þeir íslendingar sem hafa flutt frá Noregi og annað en til Íslands.

* Einnig er ótalin öll þau börn sem Íslendingum hafa fæðst hér í Noregi og hafa fengið Íslenskan ríkisborgararétt á þess að nokkurntímann að flytja til eða frá Íslandi.

Þessu tengt: Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? https://www.visindavefur.is/svar.php?id=737

Sr. Arna Grétarsdóttir segir í viðtali við Dagen.no eftirfarandi:

Nå er det omkring 6.500 medlemmer i Arnas menighet. Hjemme er rundt 80 prosent av islendingene medlemmer i den evangelisk-lutherske kirken. Basert på dette antar Arna prest at det er 8-9.000 islendinger i Norge nå. Noen offisiell statistikk har hun ikke.

Tölur Hagstofunnar margtelja klárlega sömu einstaklingana sem flytja lögheimili fram og til baka. Þetta eru sennilegar tölur hugsa ég. Tölurnar fyrir Ísland – DK sama tímabil hljóta að vera mun svakalegri síðan bótaparadísin mikla var og hét á 8. og 9. áratugnum. 6. mai 2014 kl. 13:46 ·

Við erum samt að telja hversu margir eru „í húsi“ eins og dyravörður sem telur fólk inn og út af skemmtistað með teljara í hönd. Hafi einhver margflutt fram og tilbaka að þá er hann talinn í báðar áttir. Þessvega eru þessar tölur mun merkilegri. 9.000 er t.a.m. ekki nálægt því sem að tölur Hagstofu gefa til kynna.

Séu látnir dregnir frá standa eftir 22.554. En það er möguleiki á að fólk flytji til annars lands eftir að hafa búið í Noregi og skrái sig svo til Íslands frá því landi. Það myndi skýra hluta af þessum mismun. Ég held sjálfur að þessi tala sé nærri 15.000 til 20.000 miðað við allt sem ég sé og heyri.

Þetta eru opinberar tölur í Noregi sem finna má hér: https://www.ssb.no/befolkning/statistikker/folkemengde/aar-per-1-januar/2017-02-23?fane=tabell&sort=nummer&tabell=295662

Bjørn Thorsdalen hjá þjóðskrársviði norsku hagstofunnar (seksjon for befolkningsstatistikk, Statistisk sentralbyrå) segir að það séu takmarkanir á því hvað þeir skrá fólk „lengi“ sem íslendinga og einnig hvað börn íslendinga eru oft skráð sem íslensk. 

Þannig að þessi listi frá Statistisk sentralbyrå segir bara hluta af sögunni. Það er semsagt viðurkennt að í Noregi búa  fleiri Íslendingar en talnakerfi norsku hagstofunnar tekur með inn í birtar tölur.

Sem dæmi að ef barn fæðist í Noregi og á norska móður en íslenskan föður þá skráir norska hagstofan það sem norðmann en ekki Íslending og það barn er ekki skráð í norsku þjóðskrána sem Íslendingur.

Bjørn Thorsdalen segir:

Jeg har brukt det vi kaller landbakgrunn for å avgrense islendinger, uavhengig av hvilket statsborgerskap de har. Landbakgrunn er definert som følger:

For personer født i utlandet, er dette (med noen få unntak) eget fødeland. For personer født i Norge er det foreldrenes fødeland. I de tilfeller der foreldrene har ulikt fødeland, er det morens fødeland som blir valgt.

Hvis ikke personen selv eller noen av foreldrene er utenlandsfødt, hentes landbakgrunn fra de første utenlandsfødte en treffer på i rekkefølgen mormor, morfar, farmor eller farfar.

Det er i tillegg et kriterium at de var registrert bosatt i Norge 1. januar 2014. Da blir totaltallet 8 169.

Samantekt 5. mai 2014

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.